Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Samkomulag um minni kvóta í mörgum tegundum

22.12.2021 - 01:21
Fiskinet.
 Mynd: Gesine Kuhlmann - RGBStock
Evrópusambandið og Bretar náðu í gær samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda á þeim svæðum og fiskitegundum sem enn lúta sameiginlegu forræði þeirra eftir Brexit. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og vísar í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu danska. Veiðiheimildir minnka verulega í allmörgum tegundum en aukast í nokkrum.

Mestur er samdrátturinn í veiðum á spærlingi, smávöxnum frænda þorsksins, þar sem veiðiheimildir Evrópusambandsins fara úr rúmlega 116.000 tonnum á þessu ári í 49.500 tonn á því næsta.