Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

70% smita í gær af omíkron-afbrigðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Meirihluti eða um 70% þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær greindist með ómikron-afbrigðið. Þetta staðfestir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, við fréttastofu.

Omíkron-tilfellum fjölgar því ört hér á landi en á sunnudag var hlutfallið 30% og á mánudag var það 50%.

267 greindust innanlands með covid í gær, og 51 á landamærunum. Það er mun meira en hefur greinst á þessu ári á einum degi þar. Rúmlega ellefu og hálf prósent þeirra sem fóru í sýnatöku greindust jákvæðir. Nýgengi innanlandssmita hefur því aldrei verið hærra en nú.

 

Katrín María Timonen
Fréttastofa RÚV