Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Gabriel Boric sigurvegari forsetakosninga í Síle

epa09650000 Chilean presidential candidate Gabriel Boric votes at the Escuela Patagonia facilities, in Punta Arenas, Chile, 19 December 2021. Some 15 million Chilean voters are called to attend the second round of presidential election and elect between leftist Gabriel Boric and far-right candidate Jose Antonio Kast to replace Sebastian Pinera as head of state.  EPA-EFE/Jose Miguel Cardenas
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Vinstri maðurinn Gabriel Boric er sigurvegari í síðari umferð forsetakosninga í Síle sem fram fóru í dag. Hægri maðurinn Jose Antonio Kast hefur játað ósigur sinn eftir að 70% atkvæða hafa verið talin.

Boric sem er er 35 ára leiðir með um 55 prósent greiddra atkvæða gegn tæpum 45 prósentum Kasts. Það er meiri munur en fyrir fram var gert ráð fyrir. 

Kast skrifaði á Twitter að hann hefði rætt við Boric og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann hvatti landsmenn til að sýna nýkjörnum forseta virðingu og stuðning. „Síle er alltaf í efsta sæti.“

Hvorugur frambjóðendanna tengist þeim stjórnmálaflokkum sem ráðið hafa ríkjum í Síle frá því að Augusto Pinochet lét af völdum árið 1991. Miðjumenn hafa notið mestrar hylli þau þrjátíu ár sem liðin eru.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í Santíago, höfuðborg landsins þegar fréttist af niðurstöðunum. Kjörstöðum var lokað klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma eftir tíu klukkustunda kjörfund í 35 gráðu hita. 

Fyrri umferð kosninganna var háð 19. nóvember síðastliðinn. Sjö sóttust eftir embættinu þvert á pólítiska litrófið í landinu. Þeir Boric og Kast nutu mestrar hylli en hvorugur fékk meirihluta atkvæða og því þurfti að kjósa milli þeirra.

Boric hét því meðan á kosningabaráttunni stóð að koma á velferðarríki í landinu og hækka skatta til að svo mætti verða. Munurinn milli ríkra og fátækra er óvíða meiri að því er fram kemur í umfjöllun AFP-fréttaveitunnar um kosningaúrslitin. 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV