Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Á varðbergi vegna Log4j - Starfsemi innviða enn óskert

17.12.2021 - 16:05
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Áfram verður fylgst með kerfum um helgina vegna Log4j öryggisgallans en allir ómissandi innviðir starfa eðlilega sem stendur. Ekki hafa borist tilkynningar um innbrot í kerfi með öryggisgallanum samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að náið sé fylgst með kerfum sem og þróun og áhrifum öryggisgallans á heimsvísu. 

Óvissustigi var lýst yfir vegna veikleikans á mánudag og verður það endurmetið eftir helgina.