
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Meðal hinna látnu er upptökustjórinn Jose Angel Hernandez sem þekktur er undir heitinu Flow La Movie. Hann er ættaður frá Púertó Ríkó.
Flugvélin, sem var af gerðinni Gulfstream er í eigu Helidosa, innlends flugfélags og í yfirlýsingu þess er slysið harmað. Þar er einnig greint frá því að Hernandez, ferðafélagi hans og sonur hafi farist í slysinu.
Flugvélin lagði upp frá öðrum flugvelli nærri höfuðborginni og var á leið til Florída-ríkis í Bandaríkjunum þegar bilun kom upp. Henni var snúið við og ætlaði áhöfnina að reyna nauðlendingu á Las Americas-vellinum.
AFP-fréttaveitan hefur eftir bandaríska utanríkisráðuneytinu að vitað sé að sex bandarískir ríkisborgarar séu látnir en vilji ekki láta neitt frekar hafa eftir sér að svo stöddu. Það sé gert af persónuverndarsjónarmiðum.
Dóminíkanska lýðveldið er á austurhluta eyjarinnar Hispaníólu í Vestur-Indíum. Lýðveldið Haítí er á vesturhluta eyjarinnar.