Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Níkaragva heggur á diplómatísk tengsl við Taívan

10.12.2021 - 00:05
Mynd með færslu
 Mynd: epa
Stjórnvöld í Mið-Ameríkurríkinu Níkaragva lýstu því yfir í dag að þau hefðu slitið öll diplómatísk tengsl við Taívan en styrkt tengslin við Kína. Utanríkisráðherra landsins, Denis Moncada segir stjórn Kína þá einu lögmætu á svæðinu.

Í yfirlýsingu ráðherrans segir að Taívan sé óaðskiljanlegur hluti Kínaveldis. Ráðamenn þar í landi fullyrða að þannig sé staða Taívan sem skuli sameinast Kína, jafnvel með valdi ef þurfa þyki.

Undanfarna áratugi hafa Kínverjar lagt þunga áherslu á að bandamenn Taívan slíti diplómatísk tengsl við landið, þeirra á meðal eru þrjú ríki önnur í rómönsku Ameríku, Panama, El Salvador og Dómíníkansa lýðveldið.