Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Finnar kaupa bandarískar orrustuþotur

10.12.2021 - 13:57
epa08145131 A Lockheed Martin F-35 Lightning II of the Royal Netherlands Air Force trains on targets at the NATO training location the Vliehors Range, at Vlieland, the Netherlands, 20 January 2020.  EPA-EFE/VINCENT JANNINK
Lockheed Martin F-35 Lightning II-þota hollenska flughersins. Mynd: EPA-EFE - ANP
Stjórnvöld í Finnlandi tilkynntu í dag að þau hefðu ákveðið að kaupa 64 bandarískar orrustuþotur af gerðinni F-35. Kaupverðið er um það bil tíu milljarðar evra. Vopnaframleiðandinn Lockheed Martin framleiðir þoturnar.

Að sögn fréttastofu sænska sjónvarpsins vonuðust Svíar til þess að Jas Gripen þotur frá Saab yrðu fyrir valinu. Þær hefðu kostað um hundrað milljarða sænskra króna, hátt í fjórtán hundruð og fjörutíu milljarða íslenskra króna.

Magdalena Andersson, nýorðinn forsætisráðherra Svíþjóðar, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Finnlands í vikunni. Þar ræddu hún, Sanna Martin og Sauli Niinistö forseti meðal annars um flugvélakaupin, sem hefðu orðið stærstu viðskipti Svía með vopn hingað til. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV