
Stakkaskipti möguleg á breytingum skattaívilnunar
Ívilnunin nær mest til fjögurra milljóna af kaupverði bíls. Upphaflega stóð til að taka skref í átt að niðurfellingu ívilnunarinnar um síðustu áramót að því er greinir á vef FÍB.
Nú um áramótin átti hún að lækka enn frekar og verða að engu 1. janúar 2023. Taki fyrirhuguð breyting gildi líkt og útlit er fyrir lækkar hámarkið niður í 480 þúsund krónur.
Enn sem komið er hefur þó ekkert verið ákveðið en viðræður hafa staðið yfir við stjórnvöld um að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu. Líklegt þykir að skattaívilnanir vegna kaupa á hreinum rafbílum renni út um mitt næsta ár en þá verður kvóta stjórnvalda náð.
Ekki er vitað hvað tekur við eftir það og kallar Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins eftir langtímahugsun hjá stjórnvöldum.
Samkvæmt núgildandi lögum gildir ívilnunin út árið 2023 eða uns fimmtán þúsund rafbílar hafa verið fluttir inn. Árið 2020 voru felldir niður 2,2 milljarðar í virðisaukaskatt af nýjum tengiltvinnbílum og 2,9 milljarðar vegna innflutnings á nýjum rafmagnsbílum.