Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fjórir danskir leyniþjónustumenn handteknir

09.12.2021 - 07:59
Mynd með færslu
 Mynd: EPA - SCANPIX DENMARK
Fjórir núverandi og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónustu dönsku lögreglunnar og leyniþjónustu danska varnarmálaráðuneytisins voru handteknir í morgun. Fréttastofa TV2 í Danmörku greinir frá þessu og hefur eftir fréttatilkynningu leyniþjónustu dönsku lögreglunnar.

Starfsmennirnir eru grunaðir um að leka út gögnum úr leyniþjónustunum. Í tilkynningu leyniþjónustunnar segir að mennirnir hafi meðal annars dreift háleynilegum upplýsingum úr deildum stofnananna. 

Rannsókn málsins hefur staðið lengi yfir segir í tilkynningu leyniþjónustunnar. Málið verður sent á borð ríkissaksóknara.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV