Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vinnumálstofnun geri úttekt á starfsemi Hugarafls

Mynd með færslu
 Mynd:
Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að Vinnumálastofnun geri úttekt á starfsemi Hugarafls eftir að fyrrverandi félagsmenn sendu greinargerðir á ráðuneytið vegna starfs-og stjórnunarhátta samtakanna.

Ráðuneytinu barst beiðni frá Hugarafli um óháða úttekt í kjölfar þess. Með hliðsjón af því hvorutveggja telur ráðuneytið rétt að úttekt verði gerð líkt og gert er ráð fyrir í samningi Hugarafls og Vinnumálastofnunar.  

Milli þeirra gildir samningur þess efnis að samtökin veiti þjónustu við starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir.

Ráðuneytið telur brýnt að yfir vafa sé hafið að starfsemi Hugarafls uppfylli opinberar kröfur um faglega þjónustu, rekstur og eftir og að tryggt sé að samtökin veiti góða og viðurkennda starfsendurhæfingu.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV