Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Gagnrýndi „óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“

08.12.2021 - 18:03
Mynd með færslu
 Mynd: Alþingi
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir nýr þingmaður Pírata gerði athugasemdir í ræðu sinni við upphaf þingfundar undir liðnum störf þingsins það sem hún kallaði óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar.

Hún hefði áður en hún var kosin á þing haft samband við þingmenn sem höfðu stutt og einföld netföng og nefndi í því samhengi [email protected] og [email protected] sem er Birgir Ármannsson núverandi forseti Alþingis. 

„Mér var hins vegar úthlutað netfanginu, Arndís punktur Anna punktur Kristínardóttir punktur Gunnarsdóttir att Alþingi.is ([email protected]) heil 53 stafabil. Tölvupóstfang sem er lengri en meðal tölvupóstur. Þegar ég óskaði eftir að fá þessu breytt var mér tjáð að nýjar reglur frá einhverri nefnd í fjármálaráðuneytinu kveði á um að netföng þingmanna og starfsfólks þingsins skuli myndu með þessum hætti héðan af,“ sagði Arndís Anna.

Hún biðlaði til forseta Alþingis að gera eitthvað í málunum því þingmenn ættu jú að vera aðgengilegir á auðveldan hátt. 

Eitthvað virðist Arndísi Önnu hafa orðið ágengt, því þegar þingmannasíða hennar er skoðuð á Alþingisvefnum er hún sögð þar vera með netfangið [email protected]

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV