Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Biðst afsökunar á hughrifum myndbands

08.12.2021 - 13:00
epa09629263 British Prime Minister Boris Johnson departs Downing Street to attend Prime Minister's Questions (PMQ) in London, Britain, 08 December 2021. Johnson faces questions amid allegations that Downing Street staff held a party during the Covid-19 lockdown on Christmas 2020.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biðst afsökunar á myndbandinu sem birt var í breskum fjölmiðlum í gær, þar sem starfsmenn hans virðast gera grín af veislu í Downingstræti fyrir jól í fyrra þegar strangar samkomutakmarkanir voru í gildi í landinu. Hann boðar innri rannsókn vegna málsins, en þvertekur fyrir að nokkrar einustu reglur hafi verið brotnar með samkomunni.

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla komu tugir saman í Downingstræti þann 18. desember í fyrra, fjórum dögum eftir að strangar samkomutakmarkanir tóku gildi í landinu. Þá máttu einungis þeir sem bjuggu innan veggja hvers heimilis koma saman, og fólk þurfti að sér upp svokölluðum jólakúlum.

Mynd: ITV / AP

Í myndbandi sem birtist á breskum fjölmiðlum í gær sjást aðstoðarmaður Johnsons og þáverandi fjölmiðlafulltrúi hans grínast með partýið nokkrum dögum seinna, og virðast þau vera að undirbúa spuna um hvernig hægt væri að snúa málinu í fjölmiðlum. Fast var sótt að Johnson á breska þinginu í dag vegna málsins og baðst hann afsökunar á að efni myndbandsins. Sjálfur segist hann hafa verið bálreiður þegar hann sá myndbandið. Hann sagðist skilja reiði þeirra sem horfðu á myndbandið og telja þar með að þeir sem setji reglurnar fylgi þeim ekki. Hann ítrekaði þó að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi fengið hafi ekkert partýstand verið í Downingstræti og engar samkomutakmarkanir hafi verið rofnar. Hann hafi beðið ráðuneytisstjórann um að taka saman staðreyndir málsins og færa þær upp á borð sem fyrst. Enginn þurfi að efast um að refsingar fylgi ef ljóst verður að brot hafi verið framin. Þá sagði hann jafnframt að forsætisráðuneytið taki fullan þátt í lögreglurannsókn ef óskað verður eftir því.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV