Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Minnst 27 hafa dáið í eldgosinu á Jövu

07.12.2021 - 04:30
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Asía · eldgos · Indónesía · Java
epa09625048 Rescuers carry the body of a victim at an area affected by the eruption of Mount Semeru in Lumajang, East Java, Indonesia, 06 December 2021. The volcano erupted on 04 December, killing at least 14 people and leaving dozens of others injured.  EPA-EFE/AMMAR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fleiri hafa fundist látin á indónesísku eyjunni Jövu, þar sem eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa um helgina. Minnst 22 hafa farist í hamförunum og 27 er enn saknað. Um 90 manns hafa leitað sér aðhlynningar vegna brunasára og yfir 2.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Hefur þeim verið komið fyrir í neyðarskýlum, moskum og víðar.

Semeru er 3.700 metra hátt fjall á austanverðri Jövu, hæsta fjall eyjunnar og afar virkt eldfjall. 55 gos hafa orðið þar á síðustu 200 árum og segja má að þar hafi gosið nánast út í eitt frá árinu 1967 til dagsins í dag, með mislöngum hléum þó.

Gosið sem hófst á laugardag er annað gosið á þessu ári og minnst ellefta gosið frá 1818 sem valdið hefur manntjóni. Þrátt fyrir þetta er fjallið enn vinsæll áfangastaður ferðalanga og fjallgöngufólks.