Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Vopnaframleiðendur hagnast þrátt fyrir faraldur

epa05694526 Newly recruited Houthi fighters hold weapons during a gathering to mobilize more fighters into multiple battlefronts against Saudi-backed Yemeni forces, in Sana'a, Yemen, 01 January 2017. The Saudi-led coalition has been engaged in a
 Mynd: EPA
Efnahagssamdráttur af völdum kórónuveirufaraldursins hefur lítil áhrif haft á stærstu vopnaframleiðendur heims. Öll sýndu þau hagnað á síðasta ári að því er fram kemur í árlegri úttekt Alþjóða friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi.

Ríkisstjórnir heimsins halda áfram að kaupa vopn og mörg ríki hafa gripið til aðgerða til verndar og stuðnings vopnaframleiðendum að því er fram kemur í úttektinni.

Hagnaður hundrað stærstu fyrirtækjanna jókst um 1,3 af hundraði á sama tíma og efnahagur heimsins dróst saman um þrjú prósent. Það er þó minni aukning en árin þar á undan.

Enn sem fyrr eru Bandaríkin langumsvifamest í vopnaviðskiptum en fimm stærstu fyrirtækin hafa aðsetur þar í landi. Lockheed-Martin sem framleiðir F-35 orrustuþotur og margvíslegar gerðir eldflauga þeirra voldugast.

Stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki Evrópu er hið breska BAE í sjötta sæti listans og þar á eftir fylgja þrjú kínversk fyrirtæki. Aðeins varð samdráttur í vopnasölu franskra og rússneskra framleiðenda.

Í úttekt sænsku stofnunarinnar segir að vopnaframleiðendur hafi hagnast á því að ríkisstjórnir hafa dælt fé inn í efnahagskerfi auk þess sum hafi veitt framleiðendum sérstakan stuðning, til dæmis með nýjum pöntunum og hraðari greiðslum. 

Vopnakaupasamningar gilda yfirleitt í mörg og ár því tókst fyrirtækjunum að hagnast áður en einkenna kórónuveirufaraldursins tók að verða vart.

Þó þurfi að hafa í huga að ágóði fyrirtækjann eykst minna milli ára en oft áður auk þess hafi tafir á birgðaafhendingum áhrif í vopnaiðnaði líkt og annars staðar.