Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tékkar í milliriðil eftir spennutrylli

epa08868920 Marketa Jerabkova (R) of Czech Republic against Mireya Gonzalez of Spain during the EHF Euro 2020 European Women's Handball preliminary round match between Spain and Czech Republic at Jyske Bank Boxen in Herning, Denmark, 07 December 2020.  EPA-EFE/HENNING BAGGER  DENMARK OUT
 Mynd: EPA

Tékkar í milliriðil eftir spennutrylli

06.12.2021 - 16:40
Tékkland lagði Slóvakíu með eins marks mun í lokaleik liðanna í E-riðli HM kvenna í handbolta á Spáni, 24-23. Sigurinn tryggði þeim sæti í milliriðli.

Það var mikið undir í leik Tékka og Slóvaka í dag því sigurliðið færi áfram í milliriðil á meðan tapliðið væri á leið í Forsetabikarinn, þar sem neðstu lið riðlanna mætast.

Tékka byrjuðu betur og komust í 6-3 en svo fór að halla undan færi. Slóvakar jöfnuðu í 7-7 og skoruðu svo fimm mörk í röð til viðbótar og komust í 12-7. Þá fór allt í baklás hjá þeim og Tékkar svöruðu fyrir sig. Þær jöfnuðu í 12-12 og svo gekk forystan liðanna á milli til loka fyrri hálfleiks en staðan í leikhléi var 15-14, Tékkum í vil.

Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að vera yfir allt þar til Tékkar náðu að hemja spennuna betur og komast í 24-22 þegar tæpar 3 mínútur voru eftir. Slóvakar skoruðu síðasta markið en komust ekki lengra og Tékkland vann 24-23. Það þýðir að Tékkar fara áfram í milliriðil, að vísu án stiga. Slóvakar fara hins vegar í Forsetabikarinn, þar sem liðin sem enda í neðsta sæti hvers undanriðils berjast um átta neðstu sæti mótsins.

Í F-riðli gerði Kongó sér lítið fyrir og vann Túnis, 33-24. Kongó fer því í milliriðil en Túnis í Forsetabikarinn.

Í G-riðli vann Brasilía Paragvæ með 33 mörkum gegn 19. Brasilía tryggði sér því sigur í riðlinum en Paragvæ endar í neðsta sæti.

Loks vann Argentína Kína í H-riðli, 36-24. Argentína er með 4 stig í riðlinum eins og Spánn. Innbyrðisúrslit gætu ráðið endanlegri röð þessara liða auk Austurríkis en Austurríki vinnur Spán í kvöld. Kína endar allavega í neðsta sæti og er úr leik.