Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Teitur Magnússon - 33

Mynd: Hákon Pálson / 33

Teitur Magnússon - 33

06.12.2021 - 16:30

Höfundar

Föstudaginn 5. nóvember kom út þriðja breiðskífa Teits Magnússonar - 33 en platan inniheldur 12 lög. Titill plötunnar vísar í aldursár söngvaskáldsins meðan á upptökum stóð, auk þess sem lengd plötunnar er 33 mínútur og væntanleg vínylplata verður þrjátíu og þriggja snúninga.

33 fylgir eftir plötum Teits; 27 og Orna en þær hafa báðar hlotið góð viðbrögð gagnrýnenda og tónlistarunnenda hér á landi og erlendis. Upptökum á nýju plötunni stýrði Daníel Böðvarsson og Styrmir Hauksson sá um loka hljóðblöndun.

Tónlistarstefnan sem Teitur segist spila er skynvillupopp með skýrskotunum í þjóðlaga og heimstónlist. Textar eru eins og áður hjá Teiti frumsamdir af honum og í samvinnu við aðra, auk þess sem hann tekur texta eldri skálda líka.

Plata Teits Magnússonar - 33 er plata vikunnar að þessu sinni á Rás 2 og verður flutt í heild sinni á eftir 10 fréttum í kvöld ásamt kynningum Teits um tilurð laganna auk þess að vera aðgengileg spilara.