Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Japanskur geimferðalangur heimsækir geimstöðina

epa04756966 A handout picture provided by NASA shows SpaceX's Dragon cargo capsule docked to the Earth-facing port of the Harmony module of the International Space Station (ISS), 19 May 2015. NASA states that the capsule delivered more than two tons of supplies, including  for future missions to Mars, to the International Space Station. The SpaceX Dragon cargo spacecraft is set to leave the orbital laboratory on 21 May, according to NASA.  EPA/NASA/HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA - NASA
Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa heldur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á miðvikudaginn kemur. Það eru Rússar sem eiga veg og vanda að geimferð Japanans sem borgar brúsann.

Maezawa leggur upp frá Baikonur skotpallinum í Kasakstan ásamt aðstoðarmanni sínum Yozo Hirano. Rússar leggja nú mikið kapp á að halda í við vestræna keppinauta geimferðakapphlaupi nútímans. 

Ferðin bindur enda á áratugarlangt hlé á ferðum Rússa með geimferðalanga. Sá síðasti var Kanadamaðurinn Guy Laliberte, einn af stofnendum Cirque du Soleil sem lagði upp í geimferðalag árið 2009.

Kvikmyndagerð í geimnum

Rússneska geimferðastofnunun Roscosmos sendi leikkonuna Yulia Peresild og leikstjórann Klim Shipenko að geimstöðinni í október í þeim tilgangi að verða á undan framleiðendum í Hollywood við kvikmyndagerð í geimnum. 

Soyuz geimfari ferðalanganna japönsku var komið fyrir á skotpalli á sunnudagsmorgun. Farið er skreytt japanska fánanum og stöfunum MZ sem tákna nafn milljarðamæringsins ferðaglaða.

Margreindur geimfari Alexander Misurkin að nafni stýrir farinu á leiðarenda. Hann hefur þegar farið í tvær ferðir til geimstöðvarinnar. Ætlunin er að ferðalangarnir gisti tólf daga í stöðinni þar sem tekið verður upp efni fyrir YouTube rás Maezawa. 

Afskaplega spennandi en erfitt

Þeir Hirano hafa verið í þjálfun fyrir verkefnið í Störnuborg rétt utan við Moskvu undanfarna mánuði. Þar hafa margar kynslóðir rússneskra og áður sovéskra geimfara hlotið þjálfun sína. 

Maezawa kveðst afar spenntur fyrir ferðinni en að þjálfunin hafi verið erfið. Rússar hafa hingað til sent sjö út í geim sem borga fyrir ferðina sjálfir í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Space Adventures. 

2021 var ár geimferðamannanna

Síðastliðið ár markar tímamót í ferðum fólks sem ekki er þrautþjálfaðir geimfarar út fyrir gufuhvolfið. Jeff Bezos eigandi Blue Origin geimferðafyrirtækisins fór tvisvar og tók meðal annarra með sér leikarann William Shatner. 

Milljarðamæringurinn Richard Branson skaust einnig út fyrir heiðhvolfið og fjórir almennir borgarar fóru á vegum SpaceX í þriggja daga ferð um sporbaug í september síðastliðnum. 

Árið 2023 stendur til að SpaceX sendi átta manns í ferðalag umhverfis Tunglið en það er einmitt Maezawa sem fjármagnar ferðina og ætlar að fara með sjálfur.