Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

110 smit í gær - 24 á sjúkrahúsi

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
110 greindust með kórónuveirunar hérlendis í gær. Þar af voru 101 sem greindust innanlands og 9 á landamærunum. Um helgar eru iðulega tekin færri sýni, en þau voru 2.057 í gær. Hlutfall jákvæðra sýna var um fimm prósent. Nú eru 24 inniliggjandi á sjúkrahúsi, 5 á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.

61% smitaðra voru utan sóttkvíar, eða 62.  Nú eru 1.366 í einangrun hérlendis vegna veirunnar og 1.882 í sóttkví.