Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Öxnadalsheiði og Dynjandisheiði lokaðar

05.12.2021 - 14:05
Mynd með færslu
Óveður á Öxnadalsheiði í janúar 2020. Mynd: Mynd - Vefmyndavél Vegagerðari
Veginum um Öxnadalsheiði var lokað fyrir umferð í hádeginu vegna óveðurs. Veginum um Dynjandisheiði var svo lokað skömmu síðar af sömu ástæðu. Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hvetur Vegagerðin fólk til að kynna sér veðurspá áður en haldið er af stað í dag. Ófært er á Kleifaheiði á Vestfjörðum og Öxi a Austurlandi auk þess sem þungfært er á Breiðdalsheiði.

Samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar er mjög hvasst á flestum vegum á Suðvesturlandi, krapi er á Hellisheiði og hálkublettir og skafrenningur í Þrengslum. 

Flughált er í Ísafjarðardjúpi og frá Djúpavík að Gjögri en þæfingsfærð í Árneshrepp.

Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum.