Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Kanslaraskipti fram undan í Austurríki

03.12.2021 - 13:46
epa09618603 Austrian Interior Minister Karl Nehammer, new leader of the Austrian Peoples Party?s (OeVP) party and new designated Austrian Chancellor, speaks during a press conference after an OeVP party meeting at the Political Academy of the OeVP in Vienna, Austria, 03 December 2021. Former Austrian Chancellor and leader of OeVP Sebastian Kurz announced his retirement from politics on 03 December 2021.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
 Mynd: EPA-EFE
Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, var í dag valinn formaður Þjóðarflokksins, stjórnarflokks landsins. Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari, tilkynnti í gær að hann væri hættur þátttöku í stjórnmálum og sagði þar með af sér formennsku í flokknum.

Karl Nehammer tekur við kanslaraembættinu sem Alexander Schallenberg hefur gegnt síðustu vikur. Schallenberg hafði látið vita af því að hann vildi losna úr embættinu. Til að öllum formsatriðum sé fullnægt þarf Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis, að fallast á kanslaraskiptin áður en þau fara fram.