Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bræðurnir hlakka til að fá jólasveininn í heimsókn

Mynd: RÚV / RÚV

Bræðurnir hlakka til að fá jólasveininn í heimsókn

03.12.2021 - 14:25

Höfundar

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson eru fjölskyldumenn og mikil jólabörn. Þeir minnast þess að hafa sem ungir drengir beðið spenntir eftir komu jólasveinsins og því lá beint við að þeir syngju honum óð á Aðventugleði Rásar 2 í dag.

Jólasveinninn kemur í kvöld var flutt í Efstaleitinu á Aðventugleði Rásar 2 í dag og bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson fóru mikinn í upphækkun og röddun. Eins og Felix Bergsson þáttastjórnandi spurði að honum loknum: „Mariah Carey hver?“

Meðal þeirra sem tóku lagið á aðventugleðinni í dag ásamt bræðrunum voru Margrét Eir, Valdimar, Emmsjé Gauti og Prins Póló, auk þess sem farið var yfir bókaflóðið með sérfróðum, pælt í jólamatnum og afþreyingu um jólin.

Umsjón með gleðinni hafa Lovísa Rut Kristjánsdóttir, Felix Bergsson, Hulda Geirsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Atli Már Steinarsson og Ólafur Páll Gunnarsson.

Bein útsending hófst á Rás 2 klukkan 9:00 og stendur yfir til 16:00, í hljóði og mynd á RÚV.is.

 

Tengdar fréttir

Tónlist

„Síðasti mánuðurinn sem ég má gorta mig af þessu“

Mynd með færslu
Tónlist

Aðventugleði Rásar 2