Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Minnst sjö omíkron-smit innanlands

02.12.2021 - 18:45
Talið er að minnst sjö manns séu smituð af omíkron-afbrigði veirunnar á Íslandi, en fyrsta smitið var staðfest í gærkvöld. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir öll tengjast náið. Sóttvarnalæknir segir að fara verði varlega í afléttingar.

Omíkron-hópsmit hefur greinst í Osló eftir jólaglaðning og sóttvarnareglur hafa verið hertar í borginni. Suður-Afrískir vísindamenn telja ólíklegt að fyrri covid-sýking veiti vörn gegn hinu nýja afbrigði kórónuveirunnar. 

"Það er erfitt að tala um brunann" segir Sólrún Alda Waldorff sem hvetur almenning til að huga að brunavörnum á aðventunni. Hún segist þó stíga fram því málefnið sé mikilvægt. 

Tæplega sjö af hverjum tíu Pólverjum á Íslandi hafa upplifað mismunun vegna þjóðernis, samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsakandi segir það hafa tekið á að lesa um raunir Pólverja hér á landi. 

Bíldælingar föndra, tefla, lesa og skrafa í Muggsstofu, nýrri samfélagsmiðstöð á Bíldudal. Við tökum þar hús á fólki í fréttatímanum.

Ólöf Rún Erlendsdóttir