Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fulltrúadeildin samþykkir bráðabirgðafjárlög

epa09617003 Speaker of the House Nancy Pelosi speaks to the media about negotiations on the continuing resolution to fund the government in the US Capitol in Washington, DC, USA, 02 December 2021.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárveitingu sem nægir til að halda alríkisstofnunum gangandi ellefu vikur til viðbótar. Það kemur í veg fyrir kostnaðarsamar lokarnir stofnananna. Björninn er þó ekki alveg unninn.

Bráðabirgðafjárlögin sem gilda til 18. febrúar næstkomandi tryggja að milljónir ríkisstarfsmanna í söfnum, þjóðgörðum og öðrum þjónustustofnunum neyðast ekki til að fara í launalaust leyfi um óákveðinn tíma. Þó er það ekki alveg öruggt.

Fámennur hópur harðlínumanna úr röðum Repúblikana hótar þó að tefja málið í öldungadeildinni í andófi gegn bólusetningaráætlun Hvíta hússins. Þeir segja hana brot á persónuréttindum fólks. 

Krafa þeirra er að Demókratar samþykki að látið verði fjárframlögum til áætlunarinnar en samkvæmt henni er starfsmönnum stærri fyrirtækja gert skylt að þiggja bólusetningu.

Allir Repúblikanar í öldungadeildinni þurfa að samþykkja frumvarpið svo það nái fram að ganga.  
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV