Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fleiri omíkron-tilfelli greinast í Bandaríkjunum

epa09613769 US President Joe Biden talks with supporters after speaking about the Infrastructure law at the Dakota County Technical College in Rosemount, Minnesota, USA, 30 November 2021.  EPA-EFE/CRAIG LASSIG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Annað tilfellið af omíkron afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst í Bandaríkjunum. Hinn smitaði er búsettur í Minnesota fylki og hafði nýverið sótt ráðstefnu í New York.

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Fyrsta kórónuveirusmitið af omíkron-afbrigðinu í Bandaríkjunum, greindist í Kaliforníu í gærdag.

Í kjölfar smitanna hafa Bandarísk yfirvöld lagt enn meiri áherslu á mikilvægi bólusetninga og stefna að því að öllum fullorðnum verði boðinn örvunarskammtur á næstu mánuðum. Þá muni stjórnvöld fara í herferð til þess að hvetja landsmenn til þess að þiggja boð í bólusetningu með auglýsingum og ýmiskonar fræðslu.

Yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið örvunarskammt en BBC hefur eftir Joe Biden að líklega séu 100 milljónir manna sem ekki fengið örvunarskammt.