Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Annað sætið líka staðreynd hjá karlaliði Íslands

Mynd með færslu
 Mynd: Stefán Þór Friðriksson

Annað sætið líka staðreynd hjá karlaliði Íslands

02.12.2021 - 21:05
Karlalið Íslands var síðasta lið Íslands til þess að hefja keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal. Strákarnir kepptu í undanúrslitum mótsins í kvöld og urðu í öðru sæti á eftir Svíum, rétt eins og kvennaliðið sem keppti fyrr í dag.

etta er í fyrsta sinn í áratug sem íslenskt karlalið stígur á gólf á Evrópumóti og stemmingin hjá strákunum var einstaklega góð. Þeir hófu leik á trampólíninu þar sem þeir uppskáru einkunnina 18,750. Því næst lá leið þeirra á gólfið, þar sem þeir fengu 18,500 stig. Síðasta áhaldið var svo dýnan þar sem drengirnir sýndu fantaflottar æfingar og fengu fyrir 19,000 stig. Þetta skilaði þeim í annað sætið á eftir Svíþjóð en erfiðari stökk eru þó til í pokahorni Íslands fyrir úrslitin á laugardag.

RÚV sýnir beint frá úrslitum í fullorðinsflokki á laugardag en bein útsending hefst klukkan 12:55.