Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fyrsta omíkron-smitið staðfest á Íslandi

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Fyrsta kórónuveirusmitið af omíkron-afbrigðinu greindist á Íslandi í kvöld. Þetta staðfestir Már Kristjánsson yfirlæknir á Landspítala. Sterkur grunur vaknaði fyrr í dag eftir sýnatöku þar sem sáust óvenjulega greiningar kúrvur eftir PCR-próf. Sýnið var í framhaldi raðgreint af íslenskri erfðagreiningu sem staðfesti að smitið sé af omíkron-afbrigði veirunnar.

Aðeins er um eitt staðfest smit að ræða, en smitrakning er þegar hafin og mun leiða í ljós hvort fleiri hafi smitast af afbrigðinu hérlendis. 

Hinn smitaði er inniliggjandi á Landspítala með hefðbundin Covid-einkenni að sögn yfirlæknis.

Mbl.is greindi fyrst frá.

Fréttin var uppfærð klukkan 22:45.

 

Ólöf Rún Erlendsdóttir