Kominn í undanúrslit sænska Idolsins

Mynd með færslu
 Mynd: - - Aðsend

Kominn í undanúrslit sænska Idolsins

29.11.2021 - 14:40

Höfundar

Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er nú kominn í undanúrslit sænska Idolsins eftir frammistöðu sína í keppninni síðastliðinn föstudag. Fjórir keppendur eru nú eftir og munu tveir þeirra komast áfram í úrslitakeppnina í Globen í Stokkhólmi 10. desember.

Veðbankar spá Birki sigri

Síðustu vikur hefur Birkir Blær tekið þátt í Idol-keppninni í Svíþjóð. Birkir hefur vakið mikla athygli þar í landi enda er keppnin mjög stór sjónvarpsviðburður í Svíþjóð. Sænskir veðbankar spá Birki sigri en það á eftir að koma í ljós hvort þær spár rætist. Ef Birkir kemst upp úr undanúrslitunum á föstudaginn næsta, mun hann taka þátt í úrslitakvöldinu sem fer fram þann 10. desember næstkomandi.

Birkir Blær lýsti ánægju sinni yfir því að vera kominn áfram á Facebook síðu sinni. Hann flutti lagið Finally með James Arthur en flutningurinn var tileinkaður foreldrum hans og stjúpforeldrum.

Dómararnir fjórir í keppninni voru allir sammála um að flutningurinn hafi verið stórkostlegur.