Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Efling embættis ríkissáttasemjara vekur grunsemdir

29.11.2021 - 19:49
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir óljóst hvað átt sé við með eflingu embættis ríkissáttasemjara í nýja stjórnarsáttmálanum. Það veki þó grunsemdir um að að völd hans verði aukin, sem kemur illa við verkalýðshreyfinguna.

 „Ég veit ekki hvað er átt við. Mig grunar það og það er ekki gott. En ég ætla ekki að ætla að verið sé að vega að kjörum vinnandi fólks fyrr en ég sé það“ segir Drífa.

Verður ekki vegið að verkfallsrétti

„Það er ágætt að það komi fram núna að ef það á eitthvað að vega að heilagasta rétti launafólks, verkfallsréttinum, þá verður það ekki að raunveruleika“ segir Drífa.

Ýmsir hagsmunaaðilar hafa í dag lýst skoðun sinni á mikilli uppstokkun í verkefnum ráðuneyta sem og á nýjum stjórnarsáttmála. Drífa tekur undir að sáttmálinn sé að mörgu leyti opinn til túlkunar og því sé erfitt að spá um hver áhrif hans verði á lífsgæði verkalýðsins.