Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Guðrún Brá lék vel á lokahringnum

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ - RÚV

Guðrún Brá lék vel á lokahringnum

28.11.2021 - 15:30
Fjórði og síðasti hringur lokamóts Evrópumótaraðar kvenna í golfi var spilaður í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur, lék afar vel á mótinu og fór upp um 40 sæti frá fyrsta hring.

Mótið fór fram í Andalúsíu á Spáni og Guðrún lauk keppni í 28. sæti en hringurinn í dag var hennar besti, hún fékk þrjá fugla og tapaði ekki höggi. Lék samanlagt á tveimur höggum yfir pari. Góður endir á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá.

Heimakonan Carlota Ciganda tryggði sér öruggan sigur en Ciganda lauk keppni á 15 höggum undir pari samanlagt og var fimm höggum á undan Maju Stark frá Svíþjóð sem endaði í 2. sæti.