Mótið fór fram í Andalúsíu á Spáni og Guðrún lauk keppni í 28. sæti en hringurinn í dag var hennar besti, hún fékk þrjá fugla og tapaði ekki höggi. Lék samanlagt á tveimur höggum yfir pari. Góður endir á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá.
Heimakonan Carlota Ciganda tryggði sér öruggan sigur en Ciganda lauk keppni á 15 höggum undir pari samanlagt og var fimm höggum á undan Maju Stark frá Svíþjóð sem endaði í 2. sæti.