
Staðfestu dóm yfir OR
OR krafðist sýknu
Málið snýst um afleiðusamninga sem OR og Glitnir holdco gerðu á tímabilinu 2002 til 2008 en Glitnir Holdco höfðaði málið fyrir héraðsdómi árið 2012 til heimtu skuldar á grundvelli uppgjörs átta samninganna.
OR krafðist sýknu fyrir Landsrétti og byggði kröfu sína á því að Glitnir holdco hefði framselt umrædda fjármálagerninga til íslenska ríkisins árið 2015 og væri því ekki lengur eigandi þeirra. Í öðru lagi hefði Glitnir holdco þegið fébætur frá PwC vegna tjóns sem starfsmenn endurskoðunarfyrirtækisins hefðu valdið félaginu í aðdraganda hrunsins. Því væri tjón Glitnis holdco óvíst. Í þriðja lagi hefði Glitnir holdco leynt því að hafa verið í reynd ógjaldfær þegar þrír af umræddum samningum voru gerðir árið 2008.
Tókst ekki að sanna mál sitt
„ Í dómi Landréttar var rakið að ekki væri ljóst af málsgögnum að kröfuréttindi samkvæmt afleiðusamningunum sem málið laut að hefði í raun verið framseld íslenska ríkinu. OR var þó látið bera halla af sönnun um það atriði og talið að einungis efnislegur ávinningur af innheimtu samninganna hefði verið framseldur íslenska ríkinu,“ segir í útdrætti úr dómi Landsréttar.
Niðurstaða héraðsdóms um að OR hefði ekki tekist að sanna að sátt Glitnis holdco við PwC um fébótagreiðslur hafi falið í sér greiðslu á kröfum samkvæmt þeim afleiðusamningum sem deild var um var staðfest.
„Ekkert benti til annars en að OR hefði gert sér fulla grein fyrir efni umræddra samninga og hvaða áhrif gengisþróun gæti haft á greiðsluskyldu samkvæmt þeim og gæti þar engu breytt þó að GH ehf. hefðihaft aðra hagsmuni af gengisþróun íslensku krónunnar í ljósi þess að tilgangur viðskiptanna hefði ekki verið að fjárfesta heldur að verja OR gegn gengisáhættu. Engin efni væru því til að ógilda eða víkja til hliðar samningum aðila.“