Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Fréttir: Læknir undir eftirliti og nýtt veiruafbrigði

26.11.2021 - 18:36
Læknir sem sætir lögreglurannsókn vegna sex andláta á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfar áfram á Landspítalanum undir eftirliti sérfræðinga spítalans. Stjórnendur segjast fylgjast grannt með framvindu málsins og grípi til aðgerða um leið og tilefni er til.

Nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefur greinst í Evrópu. Nokkrar vikur gætu liðið áður en í ljós kemur hvort bóluefni vinni á afbrigðinu en vísindamenn telja hættu á að svo sé ekki.

Sóttvarnalæknir segist enn ekki hafa séð neinar vísbendingar um að nýjasta afbrigði kórónuveirunnar sé skaðlegra en delta. Hann vill bíða með tillögur um breytingar á landamærum. 

Á sama tíma og Íslendinar versla sem aldrei fyrr á svörtum föstudegi stendur yfir nýtnivika þar sem vakin er athylgi á endurnýtingu, því að fá lánað og viðgerðum hluta í stað þess stökkva á tilboð og kaupa nýtt.

Nú er innan við mánuður til jóla og jólastemningin að breiðast út um landið vítt og breitt. Við förum í fréttatímanum í jólaþorp, á skauta og kynnumst svokölluðu jólatréslýðræði.

Þetta og fleira í kvöldfréttum í sjónvarpi sem hefjast klukkan 19. Tákmálstúlkun er á RÚV 2 og í glugganum hér að ofan. 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV