Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Berglind Festival og sendiherrar

Mynd: RÚV / RÚV

Berglind Festival og sendiherrar

26.11.2021 - 21:40

Höfundar

Hvað gera sendiherrar allan daginn og hvað eru þeir að senda?

Í þjónustu íslenska ríkisins eru 34 ríkiserindrekar, eða sendiherrar. Eins starfa 14 sendiherrar frá öðrum löndum hér á Íslandi. Hér á árum áður, fyrir tíma nútímafjarskipta, voru sendiherrar oft valdamiklir embættismenn. En eru þeir ekki bara að drekka kampavín nú til dags? Hvað gera sendiherrar eiginlega allan daginn og hvað eru þeir að senda? Berglind Festival hitti nokkra knáa sendiherra.