Sjúklingur á áttræðisaldri lést af völdum COVID-19

25.11.2021 - 11:01
Mynd með færslu
 Mynd: - - Pexels
Karlmaður á áttræðisaldri lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna fylgikvilla COVID-19 um síðustu helgi. Þetta er 35. andlátið af völdum covid hérlendis.

Þórólfur Guðnason staðfesti andlátið við fréttastofu, en veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort viðkomandi var bólusettur, en samkvæmt heimildum fréttastofu átti hann við undirliggjandi sjúkdóma að stríða og hafði glímt við veikindi lengi.