Selfoss vann öruggan heimasigur á Gróttu

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Selfoss vann öruggan heimasigur á Gróttu

25.11.2021 - 21:10
Selfyssingar unnu níu marka sigur á Gróttu í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Sigur heimamanna var aldrei í hættu frá því um miðjan seinni hálfleik.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður fóru heimamenn í Selfossi að auka við forskot sitt og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 16-12. Þeir komu svo af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og voru komnir með átta marka forskot þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik 22-14. Gestirnir tóku þá aðeins við sér og höfðu minnkað muninn í fjögur mörk þegar tíu mínútur lifðu leiks 25-21. Það voru hins vegar Selfyssingar sem stýrðu leiknum á lokakaflanum og bættu við sjö mörkum á meðan gestirnir gerðu tvö. Lokatölur því níu marka sigur Selfyssinga 32-23. 

Guðmundur Hólmar Helgason fór fyrir Selfyssingum og skoraði sjö mörk í leiknum. Selfoss fór með sigrinum upp um eitt sæti í 7. sæti en Grótta er áfram í því tíunda.