
Niðurstaða í sjónmáli tveimur mánuðum eftir kosningar
Kosið verður um þrjár tillögur vegna málsins; það er að staðfesta þau 63 kjörbréf sem gefin hafa verið út miðað við seinni talningu, að kosið verði aftur í kjördæminu eða að kosið verði aftur á landsvísu. Stefnt er að því að ljúka málinu með atkvæðagreiðslu í dag.
Ef það gengur eftir verður ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði að kynna nýja ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forseti Alþingis, fundaði með formönnum allra þingflokka í gær til þess að fara yfir það með hvaða hætti umræðan skuli fara fram í dag. Hún sagði þá erfitt að segja til um hversu lengi umræðan gæti staðið, en vonaðist til að málið kláraðist í dag.
„En þetta fer auðvitað eftir hverjum og einum þingmanni. Þetta er risamál; þetta fer eftir samvisku og sannfæringu hvers og eins og hver þingmaður þarf einfaldlega að fá þann tíma sem hann kýs,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.