Landspítali og landlæknir funda áfram um mál læknisins

25.11.2021 - 18:16
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Stjórnendur Landspítalans funduðu í dag með Embætti landlæknis um fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem hefur stöðu sakbornbornings í rannsókn á sex andlátum sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti, en læknirinn starfar nú á Landspítalanum. 

Hann var sviptur starfsleyfi en er nú með takmarkað leyfi og starfar undir eftirliti. Fyrir utan andlátin sex rannsakar lögrelan meðferð fimm annarra sjúklinga sem rökstuddur grunur er um að hafi verið skráðir í lífslokameðferð að tilefnislausu. Fréttir af umfangi málsins komu bæði Landspítalanum og landlækni á óvart og var því boðað til fundar í dag og verður fundað áfram á morgun.