Hver er Ralf Rangnick nýr stjóri United?

epa07518074 Leipzig's head coach Ralf Rangnick prior to the German Bundesliga soccer match between Borussia Moenchengladbach and RB Leipzig at Borussia-Park in Moenchengladbach, Germany, 20 April 2019.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH CONDITIONS - ATTENTION: The DFL regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Hver er Ralf Rangnick nýr stjóri United?

25.11.2021 - 18:52
Það þekkja ekki allir til nýs knattspyrnustjóra Manchester United, Ralf Rangnick, sem mun stýra liðinu út leiktíðina. En hver er þessi 63 ára gamli Þjóðverji og hvað hefur hann afrekað?

Rangnick er kannski ekki þekktasta nafnið meðal almenns áhugafólks um fótbolta en hann er engu að síður stórt nafn og virt meðal knattspyrnuþjálfara. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, og samlandi Rangnick lýsti honum fyrir fáeinum árum sem „einum besta, ef ekki besta þjálfara Þjóðverja".

Leikmannaferill Rangnick var ekki langlífur en hann hóf hann með varaliði Stuttgart. Skömmu síðar var hann þó kominn í þjálfarateymi liðsins enda þekktur fyrir taktíska snilligáfu. Þjálfaraferill hans í efstu deild í Þýskalandi hófst svo árið 1999 þegar hann tók alfarið við aðalliði Stuttgart. Því næst tók hann við Hannover og þá stýrði hann Schalke í tvígang. Í seinna skiptið vann Schalke þýska bikarinn, þýska ofurbikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið laut lægra haldi fyrir Manchester United. Þá Hoffenheim og RB Leipzig.

Hann á stóran þátt í því að  RB Leipzig er orðið eitt sterkasta liðið í Þýskalandi en hann var á sama tíma yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull. Á þeim tíma fór Leipzig úr fjórðu deild í Þýskalandi og upp í úrvalsdeildinaen hann mótaði stefnu félagsins til næstu ára. Reyndar hefur eignarhald félagsins eitthvað haft um velgengnina að segja en það er í eigu milljarðamæringsins Dietrich Mateschitz. Eftir að hafa hætt þar var því spáð að næst færi hann til AC Milan þar sem Ítalarnir voru sagðir æstir í að fá hann þangað til að móta stefnu liðsins. Öllum að óvörum fór hann hins vegar til Lokomotiv Moscow síðasta sumar á þriggja ára samning. Þar var hann ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og þróunar. 
 

epa07600530 Bayern's head coach Niko Kovac (L) and Leipzig's head coach Ralf Rangnick during the German DFB Cup final soccer match between RB Leipzig and FC Bayern Munich in Berlin, Germany, 25 May 2019.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN CONDITIONS - ATTENTION: The DFB regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Rangnick er upphafsmaður Gegenpressing leikstílsins sem Jurgen Klopp hefur notast við hjá Liverpool með góðum árangri og Thomas Tuchel hefur sömuleiðis verið þekktur fyrir að nota. Gegenpressing snýst um að liðið reynir um leið að vinna boltann aftur eftir að hafa tapað honum í stað þess að fara djúpt niður á völlinn í vörn. Hann er í raun sagður hafa gert þýsku deildina að því sem hún er í dag en að sama skapi á evrópskan fótbolta í heild. Hann hefur verið kallaður Prófessor fótboltans og er sagður hafa haft áhrif á þjálfarastíl áðurnefndra Klopp og Tuchel en líka Ralph Hasenhuttl og Julian Nagelsmann.

Þrátt fyrir að nafn hans sé ekki það þekktasta er ljóst að Rangnick gæti verið einmitt það sem Manchester United vantar enda liðið verið stefnulaust síðustu tímabil. Lið sem státar af jafn öflugum leikmannahópi og United ætti að geta gert góða hluti með mann eins og Rangnick í brúnni. Hann er ráðinn sem bráðabirgðaþjálfari út næstu leiktíð en samdi um að taka eftir það við hlutverki yfirmanns knattspyrnumála hjá United til tveggja ára eftir það.

epa07600275 Bayern's head coach Niko Kovac (L) and Leipzig's head coach Ralf Rangnick (R) react during the German DFB Cup final soccer match between RB Leipzig and FC Bayern Munich in Berlin, Germany, 25 May 2019.  EPA-EFE/FELIPE TRUEBA CONDITIONS - ATTENTION: The DFB regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ralf Rangnick verður nýr stjóri Manchester United