Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst á morgun

epa09600255 Ian Nepomniachtchi (L) of Russia and Magnus Carlsen (R) of Norway attend a press conference prior to the FIDE World Chess Championship during the EXPO 2020 Dubai in Dubai, United Arab Emirates, 24 November 2021. 192 countries take part in the EXPO 2020 Dubai which runs from 01 October 2021 to 31 March 2022.  EPA-EFE/ALI HAIDER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst á morgun

25.11.2021 - 13:58
Heimsmeistaraeinvígið í skák milli Norðmannsins Magnúsar Carlsen og Rússans Ian Nepomniachtchi hefst á morgun. Teflt verður í Dubaí í Sameinuðu arbísku furstadæmunum.

Í gær var dregið um liti og fær Rússinn hvítt í fyrstu skákinni. Tefldar verða 14 skákir og stendur einvígið til 14. desember nema að til þess komi að annarhvor nái 7½ vinningi áður 14 skákum er lokið. Verði jafnt 7-7 verður teflt til þrautar 15. desember með skemmri umhugsunartíma.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen þykir mun sigurstranglegri en á vef Skáksambands Íslands segir að ekki megi vanmeta Nepomniachtchi sem hafi margoft náð góðum úrslitum gegn Carlsen.