Ekið á gangandi vegfaranda við Gnoðarvog

25.11.2021 - 09:14
Mynd með færslu
 Mynd: Hjördís Rut Sigurjónsdóttir - RÚV
Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Viðkomandi var fluttur á slysadeild.

Lögregla er að störfum á vettvangi og má búast við að svæðið verði lokað í einhvern tíma.

Þórgnýr Einar Albertsson