B-landslið Noregs vann Ísland örugglega

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

B-landslið Noregs vann Ísland örugglega

25.11.2021 - 21:40
Kvennalandslið Íslands í handbolta tapaði sínum fyrsta leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Cheb í Tékklandi í kvöld. Ísland mætti þar B-landsliði Noregs.

Íslenska liðið mætti B-liði Noregs. Norska B-liðið leikur undir stjórn Axels Stefánssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleik náði Noregur að síga fram úr og í hálfleik var staðan 11–14 Noregi í vil.

Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og náði að vinna sig inn í leikinn og minnka muninn í þrjú mörk þegar best lét. Norðmenn eiga hins vegar nóg af sterkum leikmönnum og sýndu það í kvöld þegar B-lið þeirra landaði að lokum fimm marka sigri 25-30.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst í íslenska liðinu í kvöld með átta mörk en besti leikmaður íslenska liðsins var kosin  Ísland mætir svo A-landsliðum Tékklands og Sviss næstu tvo daga.