Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Yfir þrjátíu fórust á Ermarsundi í morgun

24.11.2021 - 20:24
epa07257235 A view of the British Border Force coastal patrol vessel, Speedwell, in the Port of Dover, in Dover, Kent, south east England, 01 January 2019. The British Home Office report on 31 December 2018 that two Border Force cutters, currently operating abroad, are to be brought back to Britain to help patrol the English Channel, the Home Secretary Sajid Javid announced. The move comes in response to growing concerns that the increase in attempts by migrants to cross the Channel in small boats over recent weeks could lead to the loss of life. The Home Secretary announced the decision after chairing a cross-agency meeting including Border Force and National Crime Agency. This year 539 migrants have attempted to travel to Britain on small boats.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: epa
Yfir þrjátíu hafa fundist látnir eftir að bátur með flóttamönnum um borð sökk undan strönd Calais í Frakklandi í morgun. Slysið er það mannskæðasta í Ermarsundi síðan flóttamenn hófu að sigla yfir það.

Um fimmtíu voru um borð í bátnum á leið frá Frakklandi yfir til Englands. Þeirra hefur verið leitað í sjónum undan strönd Frakklands. Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka málið sem manndráp. Franski innanríkisráðherrann Gerald Darmanin skrifaði á Twitter að ekki væru til þau orð sem duga til að lýsa fyrirlitingunni sem hann hefur á glæpum smyglaranna sem skipuleggja ferðirnar yfir sundið.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði Frakka ætla að koma í veg fyrir að Ermarsund verði grafreitur.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði við blaðamenn eftir fund með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar að hann væri gáttaður og verulega sorgmæddur yfir mannfallinu. Þá hét hann beinu samstarfi við Frakka til að sporna gegn hættulegum bátsferðum flóttamanna frá Frakklandi yfir til Englands. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV