Júlían kominn með sæti á Heimsleikana

Mynd með færslu
Júlían JK lyftir 400 kílóum Mynd: Kraft.is - RÚV

Júlían kominn með sæti á Heimsleikana

24.11.2021 - 21:16
Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, fékk í kvöld góð tíðindi frá Alþjóða lyftingasambandinu. Hann fékk sæti á Heimsleikunum, sem fara fram í Alabama í Bandaríkjunum næsta sumar.

Júlían átti ekki sitt besta mót á HM fyrr í mánuðinum. Hann gerði ógilt í hnébeygju og bekkpressu en vann örugglega í réttstöðulyftu.

Í kvöld fékk hann svo staðfestingu á því að hann hefði fengið sæti á Heimsleikunum.

Heimsleikarnir eru stærsta fjölgreinamótið fyrir greinar sem ekki hafa sæti á Ólympíuleikunum. Leikarnir eru haldnir sumarið eftir Ólympíuleikana og verða næsta sumar í Birmingham í Alabamaríki Bandaríkjanna. Keppendur eru um 3.500 í 34 íþróttagreinum.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Júlían vann gullið í réttstöðulyftunni á HM