Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fann brot úr fornu íslensku handriti í Lundúnum

Mynd með færslu
Forn handrit eru talin helsti menningarfjársjóður íslensku þjóðarinnar og því gleðitíðindi þegar fleiri slík finnast. Hér má sjá nokkur Njáluhandrit í vörslu Árnastofnunar. Mynd:

Fann brot úr fornu íslensku handriti í Lundúnum

24.11.2021 - 06:14

Höfundar

Íslenskur fræðimaður fann brot úr fornu íslensku handriti við rannsóknir sínar í British Library í Lundúnum fyrir nokkru; tvíblöðung og tvö handrit önnur sem talin eru vera úr Reynistaðarbók.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Bjarni Gunnar Ásgeirsson íslenskufræðingur og doktorsnemi við Árnastofnun hafi fundið handritin ytra og haft eftir honum að með þeim „fáum við betri innsýn í kraftaverkasögur fyrri alda.“

Reynistaðarbók er einskonar safnrit sem nunnur í Reynistaðarklaustri í Skagafirði tóku saman á 14. öld segir í frétt Morgunblaðsins, sem í má finna „ýmsan fróðleik um sögu heimsins, dýrlinga, kraftaverk og fleira.“

Fátítt að finna „ný“ fornrit

Fátítt er orðið að „ný" forn, íslensk handrit finnist og því telst þessi fundur til nokkurra tíðinda, að sögn Bjarna Gunnars og má helst líkja við gullfund. Hann telur að leita þurfi aftur til ársins 1960 til að rekast á eitthvað sambærilegt, en þá fannst Skarðsbók postulasagna, líka í Lundúnum. Sú var keypt af íslenskum bönkum og flutt til Íslands til varðveislu.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Njála eins og rotta sem keyrt hefur verið yfir

Bókmenntir

Möðruvallabók á þvælingi um Íslandssöguna

Innlent

„Gjörðu svo vel, Flateyjarbók“