Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sló heimsmetið í hálfu maraþoni

epa09212164 Jacob Kiplimo of Uganda celebrates after winning the men's 10.000m race at the 2021 Golden Spike Ostrava athletics meeting as part of the World Athletics Continental Tour in Ostrava, Czech Republic, 19 May 2021.  EPA-EFE/Martin Divisek
 Mynd: EPA

Sló heimsmetið í hálfu maraþoni

22.11.2021 - 13:38
Hlauparinn Jacob Kiplimo frá Úganda sló í gær heimsmetið í hálfu maraþoni þegar hann hljóp í Lissabon á 57:31 mín. Hann bætti þar með eldra heimsmet um eina sekúndu.

Fyrra heimsmetið átti Kibiwott Kandie frá Keníu. Hann hljóp í Valencia í fyrra á 57:32 mín. Kiplimo keppti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar í aðeins styttri vegalengdum. Þar vann hann brons í 10.000 m hlaupi og varð fimmti í 5000 m hlaupinu.

Kiplimo er aðeins 21 árs. Hann varð heimsmeistari í hálfu maraþoni á heimsmeistaramótinu í greininni í Gdynia í Póllandi í fyrra. Þá hljóp hann á 58:49 mín. Sigur Kiplimo í Lissabon í gær var öruggur. Næstur á eftir honum í mark var Esa Huseyidin Mohamed frá Eþíópíu sem hljóp á 59:39 mín og Gerba Beyata Dibaba, einni frá Eþíópíu varð þriðji. Hann kom í mark líka á 59:39 mín., sjónarmun á eftir Mohamed.