Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Greiða atkvæði um Magdalenu Andersson

22.11.2021 - 12:30
Sweden's Minister of Finance Magdalena Andersson and party chairman of the Social Democratic Party speaks, during a press conference after her meeting with the Swedish speaker of Parliament, in Stockholm, Thursday, Nov. 11, 2021. (Fredrik Persson/TT News Agency via AP)
 Mynd: AP - TT
Atkvæði verða greidd á sænska þinginu á miðvikudagsmorgun um Magdalenu Andersson sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar. Andreas Norlén þingforseti tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi í dag. Andersson hafði frest til hádegis til að tryggja sér að meirihluti þingmanna greiddi henni atkvæði. Hún reyndi hvað hún gat að afla sér stuðnings þingmanna Vinstriflokksins en hafði ekki erindi sem erfiði.