Bony Man - Cinnamon Fields

Mynd: Lilja Jón / Lilja Jóns

Bony Man - Cinnamon Fields

22.11.2021 - 15:30

Höfundar

Guðlaugur Jón Árnason kallar sig Bony Man þegar hann er að bardúsa við tónlist en hann gaf út nú í september sína fyrstu breiðskífu sem ber nafnið Cinnamon Fields.

Um tilurð plötunnar segir Gulli að þetta sé vini hans Gauta að kenna sem sparkaði honum í gang - en þeir félagar höfðu verið að dunda sér við tónlist saman í gegnum tíðina. Gauti hafði samband við Arnar Guðjónsson og sendi honum tónlist félaga síns og það eina sem Gulli þurfti að gera var að mæta og taka upp eins og hann segir sjálfur.

Bony Man er ánægður með samstarfið við Arnar og segir hann eiga mikið í hljóðheiminum sem upptökustjóri Cinnamon Fields. Gulli spilar á nælonstrengja-gítar en nánast allur annar hljóðfæraleikur er í höndum Arnars. Í nokkrum lögum voru önnur kölluð til en Björk Óskarsdóttir spilaði á fiðlu, Unnur Jónsdóttir á selló og Haraldur Þrastarson á básúnu.

Plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna er plata Bonyman - Cinnamon Fields og hún verður spiluð í heild sinni eftir tíu fréttir í kvöld með kynningum Gulla auk þess að vera aðgengileg í spilara.