Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Tólf þúsund spiluðu saman og inn í heimsmetabókina

Mynd með færslu
 Mynd: cc

Tólf þúsund spiluðu saman og inn í heimsmetabókina

21.11.2021 - 05:19

Höfundar

Um það bil tólf þúsund hljóðfæraleikarar í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela, börn og fullorðnir komust á spjöld sögunnar og í Heimsmetabók Guinness með því að spila saman Slavneskan Mars eftir rússneska tónskáldið Piotr Tchaikovsky.

Þessum fjölmenna hópi var safnað saman 13. nóvember síðastliðin af El Sistema sem hefur síðan 1975 tryggt börnum verkafólks tónlistarnám.

Endurskoðunarfyrirtækið KPGM fylgdist með að farið væri að reglum en hljóðfæraleikararnir máttu ekki deila með sér hljóðfærum og hver og einn þurfti að spila í minnst fimm mínútur.

Það tókst og þar með féll met 8 þúsund rússneskra hljóðfæraleikara sem staðið hefur allt frá árinu 2019. 
 

Tengdar fréttir

Tækni og vísindi

Fundu 62.800 milljarða aukastafi pís

Evrópa

Heimsins hæsti og stærsti sandkastali er risinn

Mynd með færslu
Mannlíf

Bætir eigið heimsmet í staurasetu