Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Nýr formaður Eflingar segir svindlara afar hugmyndaríka

Fáni með merki stéttarfélagsins Eflingar.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Agnieszka Ewa Ziólkowska nýr formaður Eflingar segir atvinnurekendur telja auðveldara að svindla á erlendu verkafólki en innlendu. Þó segir hún ekki hægt að alhæfa um það, því svindlað hafi verið á íslensku starfsfólki þar sem hún starfaði seinast. Það hafi hreinlega ekki áttað sig á því.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Agnieszku í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Agnieszka tók við embætti formanns Eflingar snemma í nóvember og gegnir því embætti fram að næstu formanns- og stjórnarkosningum sem fara fram fyrir lok mars á næsta ári. 

Agnieszka segir svindl mjög algengt, vill að harðar verði tekið á málum en nú er gert og segir slíkt framferði skaða heiðarlega atvinnurekendur sem fari að lögum. Hún segir jafnframt að svindlararnir séu afar hugmyndaríkir í aðferðum sínum.