Eru að fást við hópsýkingu á Dalvík

18.11.2021 - 21:39
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Allir starfsmenn og nemendur í Dalvíkurskóla verða sendir í PCR próf og er skólinn og tónlistarskólinn lokaðir á meðan niðurstöðu er beðið. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn og 15 nemendur hafa greinst með smit. Fjórir bekkir í skólanum eru í sóttkví.

Þá er búið að loka fyrir heimsóknir á dvalarheimilinu Dalbæ framyfir helgi í ljósi þess að smit hafa greinst í nærumhverfinu.

„Nú er orðið ljóst að í það minnsta 4 starfsmenn skólans eru smitaðir af covid og nokkrir nemendur, alla vega 10 í 1. bekk, 3 í 2. bekk og 2 í 6. bekk sem vitað er um. Það er því ljóst að við erum að glíma við hópsýkingu og biðlum við til allra að fara varlega. Eftirtaldir bekkir eru í sóttkví: 1., 3., 5., og 6. og allir frístundarnemendur. Þá eru nemendur í 7.-9. bekk beðnir um að fara í sóttkví ef þeir telja sig hafa verið í mikilli nálægð við kennarann. Best er ef allir verði sem minnst á ferðinni og í eins litlum samskiptum við aðra og hægt er.“ segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Fyrr í dag var greint frá því að starfsfólk og nemendur hefðu greinst í hraðprófi og nú hafa fleiri smit verið staðfest. Einkennasýnataka fer fram á Akureyri