Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Gosið enn í dvala - Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
Engin kvika hefur komið úr eldgosgígnum við Fagradalsfjall í rúma tvo mánuði. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn vera líf í goskerfinu þó jarðhræringar séu litlar. Þá séu vísbendingar um þenslu á miklu dýpi undir gosstöðvunum.

„Það eru ákveðnar vísbendingar um þenslu sem á upptök miklu dýpi“ segir Hulda og vísar til nýrra gervitunglamynda af gosstöðvunum. Þá séu hræringarnar litlar og erfitt að segja til um hvað veldur.

Gætu þetta verið kvikuhreyfingar undir gosstöðvunum?

„Já, það er einn möguleiki“ segir Hulda. Annar möguleiki segir hún vera að kerfið sé hreinlega enn að jafna sig eftir virknina í eldgosinu.